Kæri/kæra Jón/Jóna

Takk fyrir umsóknina í Félag tæknifólks

Fólkið okkar á skrifstofu RSÍ – Rafiðnaðarsambandi Íslands – hefur gengið frá skráningu þinni í félagið. Vertu velkomin/n í hópinn.

Við hlökkum til að starfa með þér, gæta hagsmuna þinna og styðja við eftir fremsta megni.

RSÍ er samband félaga um allt land og í sambandinu eru um 10.000 félagar. Í Félagi tæknifólks erum við um 1500 félagar.

Við hvetjum þig til að fylgjast vel með launamálum þínum hvort sem þú ert í vinnu hjá öðrum eða sjálfum þér. Kynntu þér vel kjarasamningana þína. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur á www.taeknifolk.is eða í gegnum netfangið: hjalp@taeknifolk.is

Réttindi okkar í RSÍ eru mikil. Til að þau virkist þarftu að passa upp á að skilagrein um launin þín berist til Lífeyrissjóðsins Birtu strax eftir fyrsta mánuð í starfi. Birta sér um að kennitala þín stofnist í félagakerfinu hjá okkur og þá getur þú farið inn á Mínar síður.

Þegar greitt hefur verið af þér samfellt í 6 mánuði til RSÍ getur þú sótt um:

  1. Greiðslur úr sjúkrasjóði t.d. sjúkradagpeninga allt að heilu ári, sjúkraþjálfun, sálfræðimeðferð, gleraugnastyrk, íþróttastyrk o.s.frv. (Allt um það hér)
  2. Námskeiðsstyrki og menntastyrki. (Allt um það hér: samtal við Ölmu)
  3. Í einu af fjölmörgum orlofshúsum okkar víða um land eða í einhverju af húsum okkar á Spáni, Danmörku eða Bandaríkjunum.

Allar upplýsingar um styrki, orlofshúsin og fleira færðu á Mínar síður. Við hvetjum þig til að fara sem fyrst þangað inn og kanna hvort allar upplýsingar um þig þar, eru réttar.

Hérna geturðu skoðað upplýsingabækling um nánast alla starfsemi RSÍ

 

Facebook: @felagtaeknifolks

Instagram: #omissandifolk

Youtube