Eins og flestir vita sem starfa við framleiðslu fjölmiðlaefnis og í kvikmyndagerð þá er algengasta ráðningarform vegna starfsfólks í verkefnum af því taginu, einhverskonar verksamningur eða verktakasamningur á meðan á verkefninu stendur. Þeim störfum fer fjölgandi þar sem form af þessu tagi verður algengara en ýmsar spurningar hafa komið upp varðandi útfærslur, taxta og fleira. Félag tæknifólks leiðir starfið í starfsnefnd um ótraust ráðningarform hjá ASÍ þar sem leitast verður við að svara þessum spurningum og leiðbeina samningsaðilum um samningagerð. Fyrsti formlegi fundur nefndarinnar var í ársbyrjun 2021.

Samningur náðist eftir 2ja ára samningaviðræður

Það er full ástæða til að benda á að Ísland er ekki eingangrað í þessari þróun og er umræða um þessi málefni í gangi víðar um heiminn. Félagar okkar í írska stéttarfélaginu SIPTU sem sér um kjarasamningsgerð m.a. fyrir sjónvarps- og kvikmyndateymi náði, eftir 2ja ára samningaviðræður, samkomulagi við framleiðendur/atvinnurekendahliðina í þessum verkefnum, tímamótasamningi um laun fyrir verkefnaráðið starfsfólk. Innleiðing samningsins hófst í ársbyrjun 2021 og mun skapa stöðugleika í faginu næstu árin þar sem samkeppnishæfni um starfsfólk á alþjóðlegan mælikvarða verði tryggð.

Hollendingar semja um lágmarksgreiðslur fyrir sjálfstætt starfandi

Nýr samningur um lágmarkskjör fyrir lausráðið/verkefnaráðið starfsfólk/sjálfstætt starfandi einstaklinga hollenska ríkisútvarpsins NPO tók gildi 1. desember 2020 en þar er kveðið á um lágmarksgjald sem samsvarar 150% af taxta fastráðinna starfsmanna. Í þessum útreikningum er gert ráð fyrir að starfsfólk geti tekið út orlof á launum, greitt í sjóð til efri ára auk þess að geta tryggt sig t.d. með því að greiða í stéttarfélög.

Nánar um útfærsluna