– Síðast uppfært 2. apríl kl 17:30 –

Ný lög hafa verið sett um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, greiðslur í sóttkví og ýmis önnur úrræði sem eru í vinnslu. Hér er leitast við að gefa yfirlit yfir þau réttindi og úrræði sem launafólki stendur til boða.

Úrræði þessi og réttindi eiga við um allt launafólk, hvort sem um starfsmaður er fastráðinn, lausráðinn eða í tímavinnu.  Þó er það svo að þeir sem voru í mjög lágu starfshlutfalli áður en heimsfaraldur skall á eiga að óbreyttu ekki rétt á atvinnuleysisbótum á móti skertu starfshlutfalli.

Minnkað starfshlutfall og atvinnuleysisbætur á móti.

  • Tímabundin úrræði gefa atvinnurekendum möguleika á að semja við starfmenn sína um tímabundna skerðingu á starfshlutfalli og á móti koma þá atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun. Þetta úrræði er sérstaklega hugsað til þess að hjálpa til við að launafólk og vinnuveitendur geti haldið ráðningarsambandi með öllum þeim réttindum og skyldum sem í því felast en um leið tekist á því þennan tímabundna samdrátt sem heimsfaraldurinn veldur.
  • Þessu úrræði er einnig ætlað að ná til fólks sem er í lausavinnu, tímavinnu eða skertu starfshlutfalli fyrir!  Ráðningarhlutfall þá ákvarðað út frá meðaltali vinnutíma undangenginna mánaða.  Engu að síður er vakin athygli á annmörkum reglna er varða þá sem eru í litlu starfshlutfalli.  Sjá neðar í lista…
  • Þetta úrræði byggir á samkomulagi milli launamanns og vinnuveitanda um hve mikil skerðing verður og þá um leið hver tilhögun skerðingarinnar og vinnutímaskila verður.  Einhliða ákvörðun vinnuveitanda er með öðrum orðum ekki í boði.
  • Ef til uppsagnar kemur þrátt fyrir þetta úrræði fellur þetta samkomulag úr gildi og við tekur fullur uppsagnarfrestur á fullum launum.
  • Upplýsingar á vef vinnumálastofnunar 
  • Upplýsingar á vef ASÍ
  • Reiknivél fyrir minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar
  • Reiknivél fyrir minnkað starfshlutfall frá KPMG
  • Umsókn um minnkað starfshlutfall vegna Covid 19 – er skilað hér
  • Helstu takmarkanir sem við höfum fundið á þessu úrræði eru eftirfarandi (Viðvarandi vinna er í gangi innan stéttarfélaga að fá bót mála):
   • Minnsta starfshlutfall sem á rétt á bótum samkvæmt þessum reglum er 25%, einnig þarf skerðing á starfshlutfalli að vera 20% eða meira (af fullu starfi) svo lægsta starfshlutfall, fyrir aðgerðir, sem getur nýtt sér úrræðið er 45%.
   • Úrræðið á að standa skólafólki og öðrum slíkum hópum einnig til boða en 45% starfshlutfall takmarkar þann hóp líklega töluvert.
   • Einnig eiga þeir sem eru í minna en 45% starfshlutfalli fyrir fleiri en einn atvinnurekanda ekki kost á því að nýta sér þetta úrræði.  Sá hópur kann að eiga rétt á einhverjum úrræðum í gegnum venjulega atvinnuleysisbótakerfið.
   • Fólki í skertu starfshlutfalli eiga að vera tryggðar tekjur+bætur allt að 700 þúsund krónum eða 90% af heildartekjum undangengina mánaða.  Sé hinsvegar farið niður í 25% starfshlutfall vega þungt ákvæði um hámark þeirra bóta sem greiddar eru út og því lýkur á að þessi hópur sjái umtalsvert meiri skerðingu á framfærslu sinni en áðurnefnd 10%
   • Á meðan starfsmaður er í skertu starfshlutfalli skerðist ávinnsla hans á orlofsrétti og annarra réttinda sem reiknast út frá launatekjum. Versta mögulega útkoma miðað við núverandi reglur er skerðing um rúmlega 4,5 daga á næsta orlofstímabili. (Miðað við 30 daga orlofsrétt og skert starfshlutfall í 2,5 mánuði).

 

Uppsögn í starfi / atvinnuleysi

 

Greiðslur í sóttkví að fyrirskipan heilbrigðisyfirvalda

  • Þeir sem þurfa að sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera veikir eiga rétt á greiðslum frá Vinnumálastofnun. Þetta á við bæði um launafólk og sjálfstætt starfandi.
  • Einnig á viðkomandi rétt á greiðslum ef barn hans, 13 ára eða yngra þarf að fara í sóttkví.
  • Ef einhver óvissa er um hvort þú átt að fara í sóttkví, sendu þá inn skilaboð á Heilsuvera.is til að fá úr því skorið!
  • Greiðslur taka mið af meðaltali þeirra tekna sem gefnar hafa verið upp fyrir viðkomandi einstakling (reiknað endurgjald).
  • Atvinnurekandi á að greiða þeim laun sem settir eru í sóttkví að fyrirskipan heilbrigðisyfirvalda en svo á atvinnurekandi rétt á að fá bætur frá Vinnumálastofnun til baka vegna þessara launa.
  • Ef einhver misbrestur er á að atvinnurekandi standi skil á greiðslum til launamanns sem er í sóttkví getur hann sjálfur sótt um greiðslur vegna þessa til vinnumálastofnunar.
  • Stéttarfélagið og/eða skrifstofa RSÍ aðstoðar ef svo færi að sækja þurfi rétt fólks til greiðslna í sóttkví.
  • Upplýsingar og umsóknir eru á vef vinnnumálastofnunar

 

Ef þú smitast af COVID-19 áttu sama rétt og ef þú verður veik/veikur að öðrum ástæðum.

  • Um veikindi af völdum COVID-19 gilda sömu reglur og um önnur veikindi.
  • Veikindaréttur þinn er ákvarðaður af viðkomandi kjarasamningi.  Kannaðu rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi ef þú ert ekki með hann á hreinu.
  • Sjúkrasjóður RSÍ er sameiginlegur sjúkrasjóður allra aðildarfélaga innan RSÍ og tekur hann við þegar veikindaréttur hjá vinnuveitanda er uppurinn.
  • Einnig eiga foreldara rétt vegna barna 13 ára og yngri og í tilfellum alvarlegra veikinda er sá réttur fyrir yngri en 18 ára.
  • Hjá sjúkrasjóði er hægt að sækja um sjúkradagpeninga og aðra styrki.
   • Sótt er um sjúkradagpeninga til úthlutunarnefndar, töluvpóstur:  isleifur(hjá)rafis.is
   • Sótt er um styrki á „Mínum síðum“ hér
  • Ef um langvarandi veikindi er að ræða eru þó nokkur úrræði í boði
   • Hægt er að sækja um framlengingu á sjúkradagpeningagreiðslum.
   • VIRK starfsendurhæfingasjóður aðstoðar þá sem lenda í tímabundinni örorku
   • Þegar réttur í sjúkrasjóði er uppurinn tekur almannatryggingakerfið og lífeyrissjóður þinn við.
   • Birta lífeyrissjóður er sá sjóður sem meirihluti félagsmanna aðildarfélaga innan RSÍ greiðir til,  kannaðu rétt þinn hjá þínum sjóð.

 

Greiðsluörðugleikar

 

Símenntun og fjarnám

 

…og að auki!

 

Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við félagið með því að senda okkur línu á ftr(hjá)taeknifolk.is eða senda okkur skilaboð á Facebook.