– Síðast uppfært 1. apríl kl 14:00 –

Ný lög hafa verið sett um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, greiðslur í sóttkví og ýmis önnur úrræði sem eru í vinnslu. Sjálfstætt starfandi eiga svipaðan rétt og launþegar þó formið sé annað. Hér verður leitast við að gefa yfirlit yfir þau réttindi og úrræði sem standa sjálfstætt starfandi einstaklingum til boða.

Sjálfstætt starfandi á eigin kennitölu, ekki með einkahlutafélag (.ehf) utan um sinn rekstur, geta sótt um atvinnuleysisbætur. Engu að síður geta þeir sinnt þeim tilfallandi verkefnum sem kunna að vera í boði.

 

Sjálfstætt starfandi með einkahlutafélag (.ehf )eða samlagshlutafélag (.slf ) utan um rekstur sinn geta einnig nýtt úrræðin. Þurfa að sækja um hluta atvinnuleysisbætur og standa skil á öllum gögnum, bæði þeim sem launafólki er ætlað að skila og einni þeim gögnum sem atvinnurekanda er gert að standa skil á.

    • Úrræði um skerta atvinnustarfsemi og atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls eru einnig að ná til þeirra sem eru með einkahlutafélag (.ehf ) um rekstur sinn.
    • Upplýsingar á vef vinnumálastofnunar 
    • Upplýsingar á vef ASÍ
    • Reiknivél fyrir minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar
    • Reiknivél fyrir minnkað starfshlutfall frá KPMG
    • Umsókn um hlutaatvinnuleysisbætur er skilað hér
    • Helstu takmarkanir á þessu úrræði:
      • Minnsta starfshlutfall sem á rétt á bótum undir þessum reglum er 25%, einnig þarf skerðing á starfshlutfalli að vera 20% eða meira (af fullu starfi) svo lægsta starfshlutfall, fyrir aðgerðir, sem getur nýtt sér úrræðið er 45%.
      • Úrræðið á að standa skólafólki og öðrum slíkum hópum einnig til boða en 45% starfshlutfall takmarkar þann hóp líklega töluvert.
      • Einnig eiga þeir sem eru í minna en 45% starfshlutfalli fyrir fleiri en einn atvinnurekanda ekki kost á því að nýta sér þetta úrræði.  Sá hópur kann að eiga rétt á einhverjum úrræðum í gegnum venjulega atvinnuleysisbótakerfið.
      • Fólki í skertu starfshlutfalli eiga að vera tryggðar tekjur+bætur allt að 700 þúsund krónum eða 90% af heildartekjum undangengina mánaða.  Sé hinsvegar farið niður í 25% starfshlutfall vega þungt ákvæði um hámark þeirra bóta sem greiddar eru út og því líkur á að þessi hópur sjái umtalsvert meiri skerðingu á framfærslu sinni en áðurnefnd 10%

 

Greiðslur í sóttkví að fyrirskipan heilbrigðisyfirvalda

    • Þeir sem þurfa að sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera veikir eiga rétt á greiðslum frá Vinnumálastofnun. Þetta á við bæði um launafólk og sjálfstætt starfandi.
    • Einnig á viðkomandi rétt á greiðslum ef barn hans, 13 ára eða yngra þarf að fara í sóttkví.
    • Ef einhver óvissa er um hvort þú átt að fara í sóttkví, sendu þá inn skilaboð á Heilsuvera.is til að fá úr því skorið!
    • Greiðslur taka mið af meðaltali þeirra tekna sem gefnar hafa verið upp fyrir viðkomandi einstakling (reiknað endurgjald).
    • Upplýsingar og umsóknir eru á vef vinnnumálastofnunar

 

Ef þú smitast af COVID-19 áttu sama rétt og ef þú verður veik/veikur að öðrum ástæðum.

    • Eigin tryggingar og tímagjald sjálfstætt starfandi á undir venjulegum kringumstæðum að standa straum af veikindarétti fyrst um sinn, hliðstæðum rétti launamanns hjá atvinnurekanda. Að því loknu tekur sjúkrasjóður stéttarfélagsins við.
    • Sjálfstætt starfandi hafa því „sjálfsábyrgð“ fyrstu fjórar vikurnar í veikindum.
    • Sjúkrasjóður RSÍ er sameiginlegur sjúkrasjóður allra aðildarfélaga innan RSÍ og tekur hann við að fjórum viknum loknum.
    • Hjá sjúkrasjóði er hægt að sækja um sjúkradagpeninga og aðra styrki.
      • Sótt er um sjúkradagpeninga til úthlutunarnefndar, töluvpóstur:  isleifur(hjá)rafis.is
      • Sótt er um styrki á „Mínum síðum“ hér

 

Ef um langvarandi veikindi er að ræða eru þó nokkur úrræði í boði

    • Hægt er að sækja um framlengingu á sjúkradagpeningagreiðslum úr styrktarsjóði RSÍ.
    • VIRK starfsendurhæfingasjóður aðstoðar þá sem lenda í tímabundinni örorku.
    • Þegar réttur í sjúkrasjóði er uppurinn tekur almannatryggingakerfið og lífeyrissjóður þinn við.
    • Birta lífeyrissjóður er sá sjóður sem meirihluti félagsmanna aðildarfélaga innan RSÍ greiðir til,  kannaðu rétt þinn hjá þínum sjóð.

 

Greiðsluörðugleikar

    • Greiðsluhlé eða greiðslusamkomulag vegna íbúðalána.
      • Birta lífeyrissjóður og aðrir lífeyrissjóðir bjóða upp á úrræði til að styðja þá sem geta ekki staðið í skilum á sjóðsfélagalánum sínum.
      • Í „bandormi“ ríksistjórnarinnar sem tók gildi 30. mars 2020 er búið er að liðka fyrir skilmálabreytingum lána hjá lífeyrissjóðum og bönkum fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda með því að ekki er þörf á að þinglýsa pappírum eins og áður var heldur er hægt að ganga frá samkomulagi á fljótlegan hátt með rafrænu umsóknarferli.  (Sjá gr. 16 í bandormi)
      • Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar um úrræði Birtu lífeyrissjóðs eru hér
      • Ef greitt er í annan lífeyrissjóð, kíkið þá á heimasíður viðkomandi sjóðs,
      • Tengla á alla lífeyrissjóði má finna hér.
      • Bankar og lánastofnanir hafa flestir gefið út yfirlýsingar um sveigjanleika vegna lána auk annarra ráðstafanna. Kynntu þér málið á heimasíðum þeirra.
    • Í aðgerðapökkum ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga eru ýmis atriði sem koma t.d. barnafólki til góða.  Útfærsla er mislangt á veg komin en er í vinnslu.
    • Greiðsla lífeyris- og stéttarfélagsgjalda. Birta lífeyrissjóður sér um innheimtu fyrir mörg stéttarfélög, þ.m.t. flest félög innan Rafiðnaðarsambands Íslands. FTR og FK þar með. Hjá Birtu hefur verið útfært  form á greiðslusamkomulagi fyrir þá launagreiðendur og sjálfstætt starfandi sem lenda í greiðsluvanda.
    • Tímabundið greiðsluhlé á lánum til fyrirtækja. Bankar og lífeyrisjóðir hafa gengið frá samkomulagi um framkæmd á tímabundnu greiðsluhléi fyrirtækjalána.
    • Opnað hefur verið fyrir úttekt á séreignarlífeyri fyrir þá sem þess þurfa í ljósi ástandsins. Vakin er athygli á að ekki er um skattfrjálsa úttekt að ræða heldur greiddur fullur tekjuskattur af þeirri upphæð sem tekin er út.  Einnig er vert að hafa í hugað með úttekt á eigin séreignasparnaði eru félagar í raun að taka lán hjá sjálfum sér og greiða fyrir með því að verða af framtíðarávöxtun þessara peninga.

 

Símenntun og fjarnám

 

…og að auki!

 

Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við félagið með því að senda okkur línu á ftr(hjá)taeknifolk.is eða senda okkur skilaboð á Facebook.