Menntun

 

Félag tæknifólks hefur um langt skeið unnið að því að styrkja og fá viðurkennda þá hæfni, þekkingu og sérhæfingu sem félagsmenn innibera.  Í samstarfi við fræðsluaðila eru mörg verkefni í gangi, þar ber helst að nefna þróun raunfærnimats byggt á kröfum atvinnulífsins, Svið tækni og miðlunargreina hjá Rafiðnaðarskólanum og þróun á samstarfi við Prent- og miðlunarsvið Iðunnar fræðsluseturs. 

Félagið er einnig umhugað um samstarf við önnur stéttarfélög í skildum starfsgreinum þegar kemur að fræðslumálunum.  Félagið hefur í skoðun samstarf og þróun náms og hæfnivottunar með Félagi kvikmyndagerðarmanna, Félagi sýningarmanna við kvikmyndahús, Félagi íslenskra símamanna og Grafíu stéttarfélagi til að eitthvað sé nefnt.

Nánari umfjöllun um menntamál er í vinnslu og verður birt síðar.