Hvað gerir FTR fyrir mig?
spurning_icon
Með því að gerast félagi í FTR ert þú orðinn meðlimur í Rafiðnaðarsambandi Íslands.
Kynntu þér réttindi þín hér
Saga félagsins
Félag tæknifólks í rafiðnaði er félag sem stofnað var 6. apríl 1993 þegar þekking, reynsla og ekki síst sérnám erlendis fór að verða meira áberandi í starfsumsóknum um hin ýmsu störf t.d. í fjölmiðlaheiminum, leikhúsunum og víðar. Í réttindabaráttu jafnt og á faglega sviðinu hefur félagið haft sitthvað til málanna að leggja, en það var ekki fyrr en 1995 að það varð fullgilt stéttarfélag innan Rafiðnaðarsambands Íslands.

Stofnfélagar voru þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins, Þjóðleikhússins og Íslenska útvarpsfélagsins sem ekki voru Iðnskólagengnir en störfuðu eins og Iðnskólagengnir starfsmenn þessara fyrirtækja. Stofnfélagar höfðu margir hverjir aflað sér sérfræðiþekkingar í faginu með ólíkum hætti og fannst réttilega, þeir ekki metnir inn til launa samkvæmt því.

Við kjarasamningagerð árið 1997 átti félagið fyrst sína fulltrúa í samninganefndum hvað varðar FTR fólk hjá Ríkinu. Þá var sú bókun sett inn í kjarasamninginn að aðilar skipuðu nefnd til að leggja einhverskonar mat á þá ólíku og margskonar menntun sem félagsmenn hafa aflað sér til að staðsetja í íslensku menntakerfi.

Rafiðnaðarskólinn og FTR hafa unnið að þessum málum og kynnt hjá RÚV og ÍÚ hugmyndir sínar um menntastofnun sem hlotið hefur vinnuheitið "Fjölmiðlatækniskólinn". Hugmyndin er sú að koma á fót námi í fjölmiðlatækni sem byggt yrði upp bæði sem grunnnám og endurmenntun. Þar opnast sá möguleiki að FTR fólk bæti við sig námskeiðum og öðlist þannig betri stöðu gagnvart hinum ýmsu kjarasamningum, sem svo oft miðast við gráður og próf. Það hefur sýnt sig að við höfum á síðustu árum verið starfskrafturinn sem æ fleiri fjölmiðlar leita til en næstum alltaf átt erfiðara uppdráttar í launatöflum en starfskraftur með "þekkta" íslenska menntun!

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2003 flutt á aðalfundi félagsins 15. apríl 2004 (PDF)
Skýrsla stjórnar fyrir árið 2002 flutt á aðalfundi félagsins 30. apríl 2003 (PDF)